Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Deandre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld

Grindvíkingar munu njóta krafta Deandre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er ekki boð­legt finnst mér“

Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Of mörg til­felli sem hafa komið upp“

Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sló í mynda­vél og gæti fengið bann

Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu for­setann þarna?“

For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son var á meðal á­horf­enda á fyrsta leik Grinda­víkur og Kefla­víkur í undan­úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sér­fræðingar Körfu­bolta­kvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömu­leiðis.

Körfubolti